Árni Jón Geirsson

Árni Jón Geirsson lauk prófi frá Læknadeild Háskóla Íslands vorið 1978. Hann stundaði sérfræðinám í almennum lyflækningum við Háskólasjúkrahúsið Östra í Gautaborg og við New Britain General Hospital í Connecticut Bandaríkjunum á árunum 1981-1984. Árni var í sérfræðinámi  í gigtarlækningum við Háskólasjúkrahúsið í Lundi Svíþjóð á árunum1984-1987. Árni hefur starfað við gigtardeild Landspítalans frá árinu 1988. Hann hefur rekið læknastofu í Læknasetrinu við Þönglabakka frá 1989 og var formaður Félags íslenskra gigtarlækna um tíma. Árni er doktorsnemi við HÍ með viðfangsefnið hryggikt á Íslandi en hefur einnig stundað rannsóknir á sjúkdómnum herslismeini svo og liðsýkingum. Hann er klínískur dósent við HÍ ..

Comments are closed.